Varaþingmanni vísað úr þingveislu fyrir að áreita þingkonur með strokum og snertingum

[the_ad_group id="3076"]

Guðmundi Sævari Sævarssyni, varaþingmanni Flokks fólksins og hjúkrunardeildarstjóra, var vísað úr þingveislu á Hótel Sögu á föstudagskvöld fyrir að áreita þingkonur og maka þingmanna. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins.

Í umfjöllun um málið á vef Fréttablaðsins kemur fram að Guðmundur hafi verið mjög ölvaður og áreitt þingkonur og maka þingmanna „með óviðeigandi strokum og snertingum“. Honum var svo vísað á dyr af starfsmanni hótelsins.

„Heimildir Fréttablaðsins herma að framkoma varaþingmannsins hafi valdið talsverðu uppnámi, bæði innan flokks hans og annarra, og að þingflokksformenn hafi rætt sín á milli um hvernig bregðast skuli við,“ segir í umfjöllun Fréttablaðsins.

Auglýsing

læk

Instagram