Vigdís Hauksdóttir í erfiðleikum með að ákveða hvort það sé vinnufriður í Ráðhúsinu í sprenghlægilegu viðtali

Í kvöldfréttum RÚV í vikunni var Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokssins, í viðtali vegna starfsumhverfisins í Ráðhúsi Reykjavíkur. Vigdís sagði að það væri ekki lengur vinnufriður í Ráðhúsinu en þegar hún var spurð út í það hvort að minnihlutinn gæti mögulega breytt einhverju í sinni orðræðu til þess að gera vinnufriðinn betri breyttist skoðun hennar skyndilega.

Aron Leví Beck, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, vakti athygli á viðtalinu á Twitter en í kjölfarið hefur það slegið í gegn á samfélagsmiðlum.

Viðtalið má sjá í heild sinni á vef RÚV með því að smella hér.

Auglýsing

læk

Instagram