Vill gera almennar bólusetningar að skilyrði fyrir inntöku í leikskólum: „Ástæða til að bregðast við hættunni”

Auglýsing

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst flytja tillögu þess efnis að almennar bólusetningar verði skilyrði við inntöku í leikskóla Reykjavíkurborgar. Hún segir að margar Evrópuþjóðir hafi brugðið á sama ráð.

Hildur bendir á að þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi sé ekki viðunandi að mati sóttvarnarlæknis.

„Minnki þátttaka enn frekar má búast við að hérlendis fari að breiðast út sjúkdómar sem ekki hafa sést um árabil. Mislingar eru sérstakt áhyggjuefni en samkvæmt WHO (Alþjóðaheilbrigðisstofnunin) hafa mislingar náð gífurlegri útbreiðslu í Evrópu síðustu tvö ár,” segir Hildur.

Hún segist almennt ekki vera fylgjandi boðum og bönnum en að ástæða sé til þess að bregðast við þessari hættu.
Í frétt á vef BBC kemur fram að 41 þúsund einstaklingar í Evrópu hafi greinst með mislinga á fyrstu sex mánuðum ársins. Þar segir að MMR bóluefnið geti komið í veg fyrir mislingasmit en úrelt 20 ára gömul rannsókn sem tengir bóluefnið við einhverfu hafi gert það að verkum að sumir treysti því ekki.

Auglýsing

Á Íslandi var þátttaka yngstu árganganna í bólusetningum árin 2017 og 2016 lakari en áður hefur verið.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram