Birgitta svarar Vigdísi: Flaug ekki á Saga Class og greiddi mismuninn sjálf

Stóra ælumál Ásmundar Einars Daðasonar, þingmanns Framsóknarflokksins, hefur tekið á sig ýmsar myndir undanfarna daga.

Eftir að Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknar, sagði í viðtali á Vísi í gær að Ásmundur væri fárveikur sagði Birgitta Jónsdóttir á sama miðli að hann hafi verið eldhress á þinginu sama dag.

Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, brást ókvæða við og sagði á Facebook-síðu sinni að Birgitta ætti að upplýsa um „að hún hafnaði almennu farrými með WOW flugfélaginu og óskaði eftir að ferðast með Icelandair“. Þá spyr Vigdís hvort Birgitta hafi ferðast á Saga Class.

Birgitta tekur af öll tvímæli í samtali við Nútímann.

Ég var ekki á Saga Class og ég greiddi sjálf mismun á verði á þessu flugi til Washington DC, en mikið skelfing er ég þakklát að ég hafi þurft að taka annað flug.

Þá segist hún ítrekað hafa hafnað að tjá sig um flugferðina sem Ásmundur var í. „Enda var ég ekki í því flugi og get þar af leiðandi ekki tjáð mig um það sem ég var ekki vitni að.“

Auglýsing

læk

Instagram