Víkingaklappið í sérstakri HM viðbót FIFA18

Sérstök HM viðbót er komin út í hinum vinsæla tölvuleik FIFA18. Í uppfærslunni er hægt að spila með öllum 32 liðunum sem taka þátt á HM í Rússlandi, þar á meðal Íslandi. Íslenska liðið sker sig þó töluvert frá öðrum liðum í leiknum en eftir sigurleiki þá fagnar liðið, líkt og í raunveruleikanum, með því að taka Víkingaklappið með stuðningsmönnum sínum.

Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði leiðir Víkingaklappið sem er stórglæsilega útfært í leiknum eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Ef þú ert að spá í því hvaða leikmenn eru þarna með honum þá mælum við með því að þú takir þetta próf.

Auglýsing

læk

Instagram