Vinabeiðnum rignir yfir Daða Frey á Facebook: „Svolítið erfitt að labba niður Laugaveginn“

Auglýsing

Daði Freyr Pétursson sló í gegn í Söngvakeppni Sjónvarpsins sem lauk um helgina og vann hug og hjörtu landsmanna með einlægri frammistöðu. Þjóðin vill augljóslega fá að kynnast honum betur en vinabeiðnum hefur rignt yfir hann á Facebook. Þetta kemur fram á vef Sunnlenska fréttablaðsins.

Lagið Is This Love? með Daða og hljómsveitinni Gagnamagninu lenti í öðru sæti í söngvakeppninni og Daði segir í samtali við Sunnlenska að keppnin hafi verið ótrúlegt ævintýri. „Það hefði náttúrulega verið mjög gaman að vinna en Svala átti þetta fyllilega skilið,“ segir hann.

Hún er svo flott að það hálfa væri nóg. Ég hef líka eiginlega engan tíma núna til að vera í Eurovision, ég þarf að klára skólann!

Daði er mættur aftur til Berlínar en þar er hann að klára BA nám í hljóðtækni sem hann stundar við dBs Music Berlin. Skilaboðin streyma inn á Facebook og í samtali við Sunnlenska segist hann vera í fullri vinnu við að svara þeim.

Þjóðin hefur tekið ástfóstri við Daða sem varð landsfrægur á einni nóttu eftir að hann steig á svið í söngkeppninni. „Það var svolítið erfitt að labba niður Laugaveginn eftir keppni sökum áreitis og þegar ég kom heim stóð 99+ í vinabeiðna-listanum,“ segir hann á vef Sunnlenska.

Auglýsing

„Það er fullt af spennandi hlutum í gangi sem ég get ekki sagt frá strax því ég er enn að átta mig á hlutunum. Það má búast við tónlist frá mér strax og ég er búinn með skólann býst ég við.“

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram