Breyttu afgangs-kartöflunum í lúxusmáltíð!

Nútíminn heldur áfram að birta frábærar uppskriftir í samstarfi við Gestgjafann. Nú kíkjum við á hvað hægt er að gera við kartöflurnar – ekki þessar sem óþekk börn fá í skóinn heldur þessar sem klárast ekki í kvöldmatnum.

Ef þú átt afgangs soðnar kartöflur frá kvöldinu áður er tilvalið að henda í þennan rétt og þú ert komin/n með lúxus meðlæti!

Hráefni:

    • Soðnar kartöflur, skornar í bita
    • 2 msk smjör
    • 2 msk ólíuvolía
    • 1/2 tsk hvítlauksduft
    • 1/2 tsk laukduft
    • 1 hvítlauksgeiri, rifinn niður
    • hnífsoddur cayenne pipar
    • 1/4 tsk reykt paprika
    • rósmarín eða timjan, þurrkað
    • salt og pipar

Aðferð:

1. Hitið smjör og olíu á pönnu og steikið hvítlauk og rósmarín/timjan. Bætið kartöflunum á pönnuna og steikið þetta í nokkrar mín. Kryddið með salti, pipar, cayenne, hvítlauksdufti, laukdufti og reyktri papriku.

2. Steikið kartöflurnar áfram í 8-10 mín og hrærið reglulega í þeim svo þær brúnist jafnt. Þegar kartöflurnar eru orðnar vel stökkar og brúnaðar eru þær klárar.

Auglýsing

læk

Instagram