Bruschetta með hvítlaukssveppum og parmesan

Hráefni:

3 msk ólívuolía
1 box sveppir, skornir í þunnar sneiðar
2 stilkar af ferskri myntu
2 msk fínt saxaður skallottlaukur
1 hvítlauksgeiri, rifinn niður
1 dl rauðvín
4 sneiðar súrdeigsbrauð eða annað gott brauð
2 dl rifinn parmesan
2 stilkar ferskt timjan
sjávarsalt og svartur pipar
Aðferð:
1. Hitið ofninn í 180 gráður og stillið á grill. Leggið bökunarpappír á ofnplötu.
2. Hitið 2 msk ólívuolíu á pönnu og steikið sveppi, timjan og myntu í um 6 mín. Bætið þá skallottlauk og hvítlauk saman við og steikið áfram í um 2 mín. Hrærið þá rauðvín saman við og leyfið þessu að malla í auka 2 mín. Kryddið til með salti og pipar og takið pönnuna af hitanum.
3. Raðið brauðsneiðum á ofnplötuna og dreifið smá ólívuolíu yfir þau. Setjið þau inn í ofninn í 1 mín, snúið þeim þá við og setjið aftur inn í aðra mínútu. Dreifið næst parmesan jafnt yfir brauðin og toppið með sveppunum. Skerið hverja sneið í tvennt, svo úr verði 8 sneiðar. Toppið með fersku timjan og berið fram strax.
Auglýsing

læk

Instagram