Dijon-sítrónu ristaðar kartöflur og brokkolí með parmesan

Hráefni:

  • 1 poki kartöflur skornar í teninga
  • 1 stórt brokkolíhöfuð skorið í bita
  • 1/2 dl rifinn parmesan
  • 1/2 dl ólívuolía
  • 2 msk dijon sinnep
  • 1 msk sítrónusafi
  • 1 msk saxaður vorlaukur
  • 1 tsk sykur
  • 1/2 tsk rifinn hvítlaukur
  • 1/8 tsk salt
  • 1/8 tsk pipar

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu.

2. Setjið kartöflubitana í stóra skál og leggið til hliðar. Takið litla skál og hrærið saman ólívuolíu, dijon, sítrónusafa, vorlauk, sykur, hvítlauk, salt og pipar. Hellið næst 2/3 af blöndunni saman við kartöflurnar og blandið þessu vel saman.

3. Dreifið parmesan ostinum yfir hálfa bökunarplötuna og hellið næst kartöflunum yfir (skiljið hinn helminginn af plötunni eftir tóman fyrir brokkolíið). Bakið kartöflurnar í 25-30 mín.

4. Setjið brokkolíið í sömu skál og kartöflurnar voru í, hellið afgangnum af sinnepsblöndunni saman við og blandið vel saman. Þegar kartöflurnar eru búnar að vera c.a. 25-30 mín í ofninum er platan tekin út og brokkolíinu dreift á auða helminginn. Þetta fer svo inn í ofninn í 7-10 mín. Berið fram strax.

Auglýsing

læk

Instagram