Auglýsing

Þessi kokteill er ómissandi fyrir áramótapartíið: Espresso Martini

Nútíminn elskar góðan kokteil en áramótakokteillinn er Espresso Martini. Við heyrðum í vínsérfræðingum Gestgjafans og þeir létu okkur fá þessa frábæru uppskrift sem á eftir að slá í gegn í áramótapartíinu þínu!

Hráefni:

  • 40 ml Vodka
  • 20 ml  Kahlua
  • 20 ml sterkt kaffi , kalt
  • 1 tsk hvaða sýróp sem er
  • 3 kaffibaunir til skrauts (má sleppa)

Aðferð:

1. Setjið allt hráefnið í kokteilhristara ásamt klökum. Hristið vel saman. Síjið klakana frá og hellið í fallegt glas á fæti. Skreytið með kaffibaunum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing