Auglýsing

Fylltar sætar kartöflur með kjúklingi

Hráefni:

 • 3 meðalstórar sætar kartöflur
 • 500 gr kjúklingabringur, skornar í bita
 • 4 msk ólívuolía
 • 4 hvítlauksgeirar, rifnir niður
 • 1 rautt chilli, saxað smátt
 • 2 tsk chilliduft
 • tsk laukduft
 • 1 tsk þurrkað oreganó
 • 1 tsk cumin
 • rifinn börkur af 1 límónu
 • sjávarsalt og svartur pipar
 • 4 dl spínat, saxað gróft niður
 • 2 1/2 dl rifinn hvítur cheddar ostur
 • 1/2 ferskt saxað kóríander
 • Grískt jógúrt

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 21ö gráður. Gatið kartöflurnar vel með gaffli og bakið þær í 50-60 mín eða þar til þær eru orðnar vel mjúkar. Leyfið þeim næst að kólna við stofuhita.

2. Setjið kjúklinginn í eldfast mót ásamt ólívuolíu, hvítlauk, söxuðu chilli, chillidufti, laukdufti, oreganó, cumin, límónuberki, salti og pipar. Blandið þessu vel saman og bakið í 20-25 mín. Þegar 5 mín eru eftir af eldunartímanum er spínatinu dreift yfir og þetta bakað áfram í 5 mín.

3. Skerið kartöflurnar í helming, langsum, og skrapið mesta „kjötið“ innan úr hýðinu (skiljið smá eftir). Penslið hýðin með ólívuolíu og bakið í 5 mín, eða þar til þau verða stökk. Fyllið þau næst með kjúklingablöndunni og toppið með rifnum cheddar. Setjið þetta aftur í ofninn í 10 mín eða þar til osturinn hefur bráðnað og er farinn að gyllast. Berið fram með fersku kóríander og grísku jógúrti.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing