Auglýsing

Heimsins bestu súkkulaði Brownies

Hver elskar ekki „brownies“ ? Nútíminn heldur áfram frábæru samstarfi við Gestgjafann og nú er komið að kökunum – ef svo mætti að orði komast. Hér er ljúffeng uppskrift að alvöru brownies! Verði ykkur að góðu 🙂

Hráefni:

  •  240 gr smjör, brætt og kælt niður
  • 2 msk bragðlaus olía
  •  200 gr sykur
  •  150 gr ljós púðursykur
  • 4 stór egg við stofuhita
  • 1 msk vanilludropar
  • 3/4 tsk salt
  • 130 gr hveiti
  • 100 gr kakó
  • 200g súkkulaði skorið í grófa bita

Aðferð:

1. HItið ofninn í 175 gráður. Setjið bökunarpappír í 20×30 cm stórt form.

2. Pískið vel saman smjör, olíu og sykur í meðalstórri skál. Bætið eggjunum og vanilludropunum saman við og hrærið í 1 mínútu eða þar til blandan verður ljósari.

3. Sigtið hveiti, kakó og salt saman við. Það má alls ekki hræra deigið mikið á þessu stigi.  Aðeins að hræra þetta létt saman, rétt til þess að þurrefnin blandist saman við. Bætið síðan 3/4 af súkkulaðibitunum saman við.

4. Hellið nú blöndunni í formið og setjið afganginn af súkkulaðibitunum yfir. Bakið í 25-30 mínútur. Kælið og takið úr forminu og skerið í hæfilega bita. Njótið!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing