Hollari bananamuffins með hnetusmjöri

Hráefni:

 • 2 vel þroskaðir bananar, stappaðir
 • 1/2 dl hlynsýróp
 • 1 dl grískt jógúrt, eða hreint jógúrt
 • 1 stórt egg
 • 1 dl mjólk
 • 1 dl hnetusmjör
 • 2 tsk vanilludropar
 • 3 dl hveiti
 • 1 tsk kanill
 • tsk lyftiduft
 • 1 tsk matarsódi
 • 1/4 tsk salt

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður. Raðið möffins-formum á ofnplötu.

2. Blandið banana, hlynsýrópi, jógúrt, eggi, mjólk, hnetusmjör og vanilludropum saman í skál og blandið vel. Takið aðra skál og setjið í hana hveiti, kanil, matarsóda, lyftiduft og salt. Hellið næst blautu hráefnunum saman við þurrhráefnin og blandið þessu létt saman. Ekki hræra þetta of vel saman því þá verður deigið seigt.

3. Skiptið deiginu í muffins-formin og bakið í um 5 mín, lækkið þá hitann niður í 160 gráður og bakið áfram í um 12 mín eða þar til hægt er að stinga pinna í miðjuna án þess að hann komi blautur upp úr.

Auglýsing

læk

Instagram