Kramdar sætar kartöflur með hvítlauk og parmesan

Hráefni:

  • 2 meðalstórar sætar kartöflur
  • 1 msk ólívuolía
  • 80 gr smjör
  • 2 hvítlauksgeirar, rifnir niður
  • 2 rósamarín greinar, saxaðar niður
  • 45 gr Parmesan, rifinn niður
  • salt eftir smekk

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 190 gráður. Skerið kartöflurnar í sneiðar, c.a. 2-2 1/2 cm, hafið skinnið á þeim. Raðið þeim á ofnplötu og penslið með olíu og kryddið með smá salti. Bakið þær í um 20 mín, eða þar til þær eru orðnar mjúkar.

2. Bræðið smjör í litlum potti og setjið hvítlauk og rósmarín útí. Þegar kartöflurnar er klárar þá eru þær teknar úr ofninum og kramdar með því að þrýsta glasi á þær

3. Penslið þær með hvítlauks-smjör blöndunni og dreifið næst rifnum parmesan yfir þær. Setjið þær aftur í ofninn í um 15 mín eða þar til osturinn hefur bráðnað og kartöflurnar eru orðnar stökkar. Berið þær fram strax.

Auglýsing

læk

Instagram