Hvítlauksristaðar kartöflur með timjan og parmesan

Hráefni:

  • 1 poki kartöflur, skornar í fernt
  • 3 msk ólívuolía
  • 3 hvítlauksgeirar, rifnir niður
  • 1 dl rifinn parmesan
  • 1 tsk þurrkað timjan
  • ½ tsk salt
  • ¼ tsk svartur pipar
  • fersk steinselja, til skrauts

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður og smyrjið stórt eldfast mót að innan með olíu eða smjöri.

2. Setjið kartöflurnar í mótið ásamt ólívuolíu, hvítlauk, parmesan og timjan og blandið þessu vel saman. Kryddið þetta næst til með salti og pipar.

3. Bakið þetta í um 45-55 mín eða þar til kartöflurnar eru fallegar gylltar og vel stökkar. Gott er að hræra aðeins upp í þessu þegar eldunartíminn er hálfnaður.

4. Toppið með ferskri steinselju áður en þetta er borið fram.

Auglýsing

læk

Instagram