Kjúklingabringur í hvítlauks-sveppasósu

Auglýsing

Hráefni:

 • 2-3 kjúklingabringur, skornar í tvennt langsum
 • 3 msk ólívuolía
 • salt og pipar eftir smekk
 • 3 msk smjör
 • 5 dl niðurskornir sveppir
 • 1 laukur, skorinn smátt
 • 3 hvítlauksgeirar, rifnir niður
 • 3 msk smjör
 • 3 dl kjúklingasoð
 • 1 1/2 dl rjómi
 • 1 tsk ferskt saxað rósmarín

Aðferð:

1. Hitið ólívuolíu á pönnu. Kryddið kjúklinginn með salti og pipar. Steikið kjúklinginn í 5-7 mín á hvorri hlið. Takið hann til hliðar af pönnunni.

2. Bræðið 3 msk af smjöri á pönnunni og steikið sveppi og lauk í um 5-7 mín. Bætið þá hvítlauknum saman við og steikið áfram í 1-2 mín.

Auglýsing

3. Hrærið hveitið saman við ásamt kjúklingasoði, rjóma og rósmarín. Hrærið vel saman þar til sósan fer að þykkna. Færið þá kjúklinginn  yfirá pönnuna og leyfið honum að hitna í sósunni í 2-3 mín. Berið fram með hrísgrjónum og salati.

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram