Kung Pao kjúklingur sem bragð er af!

Hráefni fyrir marineringu:

 • 2 msk hrísgrjóna edik
 • ¼ tsk hvítur pipar
 • 5 msk sojasósa
 • 4 msk hoisin sósa
 • 1 tsk sesam olía
 • 2 msk sykur
 • 2 hvítlauksgeirar, rifnir niður
 • 5 cm engiferbútur, rifinn niður

Hráefni fyrir kjúklinginn:

 • 3 kjúklingabringur skornar í bita
 • tsk maíssterkja
 • 1 msk olía
 • 8 heilir þurrkaðir chilli
 • 2 rauðar paprikur, skornar í grófa bita
 • 1 kúrbítur skorinn í grófa bita
 • 12 vorlaukar skornir í sneiðar
 • 1 dl salthnetur eða kasjúhnetur

Aðferð:

1. Setjið hráefnin fyrir marineringuna í skál og blandið vel. Setjið kjúklinginn í aðra skál ásamt maíssterkjunni og blandið vel saman. Hrærið næst 1/3 af marineringunni saman við kjúklinginn, leggið plastfilmu yfir og geymið í ísskáp í minnst 30 mín.

2. Hitið pönnu og þurr-ristið chilli í nokkrar mín, eða þar til þeir fara að mýkjast. Takið þá síðan til hliðar.  Bætið næst olíu á pönnuna og steikið kjúklinginn þar til hann er eldaður í gegn. Bætið þá papriku, kúrbít og vorlauk á pönnuna og steikið áfram í um 2-3 mín. Hellið þá afgangs 2/3 af marineringunni saman við ásamt chilli (sem voru þurr-ristaðir áðan) og leyfið þessu að malla þar til sósan fer að þykkna eða í um 2 mín.

3. Bætið hnetum saman við í lokin og berið fram með soðnum hrísgrjónum.
Auglýsing

læk

Instagram