Matarmarkaður í Laugardalnum – Sannkölluð fjölskylduskemmtun

Auglýsing

Næstu tvær helgar verður haldin Matarmarkaður í Laugardal þar sem fram koma matarvagnar, sölubásar með skemmtilegar nýjungar, vegan verslun, bar og skemmtiatriði fyrir börnin og margt fleirra.

Í fréttatilkynningu segir að það verði sannkölluð fjölskylduskemmtun í Laugardalnum. Markaðurinn er opinn laugardag til sunnudags frá klukkan 12 til 18.

Þeir aðilar sem hafa staðfest komu sína á matarmarkaðnum eru:Reykjavik Chips, Tacoson,Gastro Truck, Lobster Hut,Tasty, Fish And Chips Vagon, Thai Vagninn, Viking Trukkur,Prikið, Kvörn, Pönnukökuvagninn, Kombucha Iceland, Bera Hot Sauce, Reykjavik Foods, Frú Lauga, Nordic Wasabi, Kátt á Klambra, Bændur í Bænum, Jömm, Veganmatur.

Einnig verður boðið upp á skemmtiatriði á borð við andlitsmálningu, plötusnúða, hoppukastala. Þá munu rappararnir Jóipé X Króli koma fram á sunnudeginum 7. júlí og fleiri skemmtiatriði verða tilkynnt á næstu dögum. Nánari upplýsingar má finna inná viðburði hátíðarinnar á Facebook með því að smella hér.

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram