Nachos með kjúklingi og guacamole

Þetta er dásamlegur réttur sem er fullkominn í vinahittinginn eða sem kvöldverður.

Hráefni:

 • 250g nachos flögur
 • 250g rifinn cheddar eða annar bragðmikill ostur
 • Sýrður rjómi
 • Kóríander
 •  Jalapeno 
 • 350 g úrbeinuð kjúklingalæri eða bringur
 • 2,5 msk ólívuolía
 • 2 msk tómatpúrra
 • 2 msk sykur
 • 250 ml kjúklingasoð
 • 3 msk lime safi
 • 2 hvítlauksgeirar rifnir niður
 • 2 tsk hvítlauksduft
 • 2 tsk cumin
 • 2 tsk paprika
 • 1/2 tsk chilliduft
 • salt og pipar eftir smekk
 • Guacamole ( 2 lítil avocado, limesafi, salt,pipar, kóríander, allt maukað saman)

Aðferð:

1. Blandið limesafa, hvítlauksgeirum, hvítlauksdufti, cumin, papriku, chillidufti, salti og pipar í skál ásamt 1 msk af kjúklingasoði og blandið vel svo úr verður einskonar mauk. Setjið kjúklinginn í skálina ( óskorinn) svo maukið smyrjist vel á hann allann.

2. Steikið kjúklinginn á heitri pönnu upp úr olíu, 3 mín á hvorri hlið. Færið kjúklinginn síðan yfir á disk. Bætið afgangnum af maukinu úr skálinni á pönnuna, ásamt afgangnum af kjúklingasoðinu, tómatpúrru og sykri. Hitið þetta þar til suða kemur upp. Á meðan beðið er eftir suðunni þá er kjúklingurinn rifinn niður með gafli og honum síðan bætt aftur á pönnuna og þetta látið malla í um 3 mín eða þar til sósan þykknar vel upp. Saltið eftir smekk.

3. Hitið ofninn í 180 gráður. Raðið helmingnum af nachos flögunum í stórt eldfast mót og setjið  helminginn af kjúklingnum og ostinum yfir. Svo fer hinn helmingurinn af flögunum þar yfir og svo aftur seinni helmingurinn af kjúklingnum og ostinum. Setjið inn í heitann ofninn þar til osturinn hefur bráðnað vel. Toppið með kóríander, sýrðum rjóma, guacamole og jalapeno.

Auglýsing

læk

Instagram