today-is-a-good-day

Ofnbakað nachos með kjúklingi, jalapeno og kóríander

Hráefni:

  • 2 msk ólívuolía
  • 2 stórar kjúklingabringur
  • 2 hvítlauksgeirar, rifnir niður
  • 3 msk chilli mauk
  • 2 tsk reykt paprika
  • 1 msk hunang
  • sjávarsalt
  • 1 1/2 dl bjór
  • 1 poki tortillaflögur
  • 2 dl rifinn cheddar ostur
  • 2 dl rifinn mozzarella

AVOCADO SALSA:

  • 1 avocado, skorið í teninga
  • 1 jalapeno, skorið í bita
  • safinn af 1 lime
  • 1 dl saxað kóríander
  • sjávarsalt

Aðferð:

1. Setjið kjúklingabringurnar á disk ásamt 1 msk ólívuolíu, hvítlauk, reyktri papriku, 1 msk chillimauki, hunangi og smá salti. Blandið þessu vel saman.

2. Hitið 1 msk ólívuolíu á pönnu og steikið kjúklingabringurnar í c.a. 2-4 mín á hvorri hlið. Lækkið hitann á pönnunni og hellið bjór á pönnuna ásamt 2 msk af chillimauki. Leyfið þessu að malla í 15-20 mín eða þar til kjúklingurinn er orðinn vel meir og eldaður í gegn.

3. Rífið kjúklingin niður með 2 göfflum og leyfið honum að malla áfram í sósunni í 5 mín. Takið pönnuna af hitanum og leggið til hliðar.

4. Hitið ofninn í 180 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu.

5. Raðið flögunum, kjúklingnum og ostinum lag fyrir lag á ofnplötuna. Bakið í 10 mín eða þar til osturinn hefur bráðnað.

6. Takið úr ofninum og toppið með avocado-salsa.

Auglýsing

læk

Instagram