Ofnbakaðar gljáðar gulrætur með jógúrtsósu og granateplafræjum

Auglýsing

Hráefni:

1 poki gulrætur ( hér voru notaðar íslenskar marglitaðar )

5 msk grísk jógúrt

2 msk fræ úr granatepli

Auglýsing

1 hvítlauksgeiri

2 msk sítrónusafi

1 1/3 msk hlynsýróp

1 msk olía

2 msk hnetur ( hvaða hnetur sem er )

1-2 msk vatn

salt

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 190 gráður og setjið bökunarpappír á ofnplötu.
  2. Hreinsið gulræturnar og veltið þeim uppúr olíunni og 1 msk af sýrópinu. Gott er að setja þetta allt saman í poka og hrista vel saman.
  3. Dreifið úr gulrótunum á ofnplötuna og inn í ofninn í um 20-30 mín. Snúið gulrótunum þegar tíminn er hálfnaður.
  4. Hrærið saman gríska jógúrt, sítrónusafa,hvítlaukinn, 1/3 msk sýróp og smá salt. Þynnið sósuna með vatninu ef þarf.
  5. Þegar gulræturnar eru komnar úr ofninum og búnar að kólna aðeins er þeim raðað fallega á disk/fat. Síðan er jógúrtsósan sett yfir og toppað með söxuðum hnetum og granatepla fræjum.
Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram