Ofnbakaðar kjúklingabringur með ferskum mozzarella og tómötum

Hráefni:

  • 4 kjúklingabringur
  • 1 tsk ítalskt krydd
  • 1/2 tsk hvítlauksduft
  • 1/2 tsk laukduft
  • salt og pipar eftir smekk
  • 4 sneiðar ferskur mozzarella ostur
  • 4 tómatsneiðar
  • 2 msk söxuð fersk basilika
  • Balsamik-blanda: 
  • 1dl balsamik edik
  • 2 msk ljós púðursykur

Aðferð:

1. Kryddið kjúklingabringurnar með ítölsku kryddi, hvítlauks og lauk-kryddi, ásamt salti og pipar.

2. Steikið kjúklingabringurnar á pönnu þar til þær verða fallega gylltar. Raðið þeim þá í eldfast form. Stillið ofninn á 200 gráður. Toppið hverja bringu með sneið af bæði mozzarella og tómat.

3. Setjið inn í ofn þar til osturinn er bráðinn og kjúklingurinn er eldaður í gegn.

4. Á meðan bringurnar eru í ofninum er balsamik edik og púðursykur látið malla í litlum potti í um 10 mín.

5. Takið bringurnar úr ofninum og toppið með ferskri basiliku og balsamik-blöndunni. Berið fram með meðlæti að eigin vali. matur

Auglýsing

læk

Instagram