Stökkir kjúklingabitar með chilli-hunangs sósu

Hráefni:

 • 700 gr kjúklingabringur eða úrbeinuð læri, skerið kjúklinginn í hæfilega bita
 • 2 dl „buttermilk“ = mjólk með smá sítrónusafa útí
 • 2 tsk sjávarsalt
 • 6 dl mulið kornflakes
 • 3 msk hveiti
 • 1 msk saxað ferskt timjan
 • ólívuolía

Chilli-hunangs sósa

 • 6 msk smjör
 • 2 msk hunang
 • 2-3 tsk cayenne pipar
 • 1/2 tsk chilli flögur
 • 1/2 tsk reykt paprika
 • 1/2 tsk hvítlauksduft
 • sjávarsalt

Aðferð:

1. Setjið kjúklinginn í poka ( gott er að nota smellupoka sem hægt er að loka ). Hellið „buttermilk“ og salti ofan í pokann, lokið pokanum og hristið vel saman. Setjið inn í ísskáp í að minnsta kosti 20 mín en best er að hafa hann þar í nokkrar klst.

2. Hitið ofninn í 200 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu.

3. Takið meðalstóra skál og setjið í hana kornflakes, timjan og salt. Blandið þessu vel saman. Takið einn kjúklingabita í einu úr pokanum, veltið upp úr kornflakes-blöndunni og leggið á ofnplötuna. Þegar allur kjúklingurinn er kominn á ofnplötuna er kjúklingurinn penslaður létt með ólívuolíu. Bakið í ofninum í 15-20 mín. Snúið þá kjúklingnum við og bakið áfram í um 10 mín eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.

4. Á meðan kjúklingurinn er í ofninum útbúum við chilli hunangs sósuna. Setjið í pott: smjörið, hunang, cayenne, chilli flögur, papriku og hvítlauksduft ásamt klípu af salti. Hitið þetta saman stutta stund.

5. Þegar kjúklingurinn kemur úr ofninum er hann penslaður með sósunni og borinn fram strax.

Auglýsing

læk

Instagram