Þegar það kemur að pasta þá er þessi sósa í uppáhaldi

Það er bæði ódýrt og gott að búa til pasta. En hvaða sósu á að hafa með því? Flestir kaupa tilbúnar sósur í matvöruverslunum og því aðeins sárafáir sem búa hana til. Nútíminn hafði samband við matreiðslumenn Gestgjafans og spurði þá hvernig væri hægt að búa til sósu fyrir pasta og þá hvaða sósa væri í uppáhaldi. Hér fyrir neðan má sjá svar þeirra. Athugið að neðangreind uppskrift er stór (fyrir 8-10 manns) en það má helminga hana fyrir smærri uppskrift.

Hráefni:

  • 8 hvítlauksgeirar rifnir niður
  • 2 msk ólívuolía
  • 5 dósir heilir niðursoðnir tómatar
  • 2 msk tómatpúrra
  • 1/2 tsk salt og 1/2 tsk svartur pipar
  • 3 msk fersk basilika (eða 1 msk þurrkuð)
  • 2 msk ferskt oregano (eða 2 tsk þurrkað)
  • 1 msk ferskt timjan (eða 1 tsk þurrkað)

Aðferð:

1. Hitið ólívuolíu í potti og steikið hvítlaukinn í 30-60 sek, hrærið stöðugt í þessu á meðan svo hvítlaukurinn brenni ekki.

2. Bætið þá tómötunum saman við hvítlaukinn ásamt tómatpúrru, salti og pipar. Setjið lok á pottinn og látið þetta malla á vægum hita í um 4 tíma. Hrærið reglulega í þessu á meðan.

3. Tómatarnir munu maukast niður á eldunartímanum svo úr verður þykk og örlítið gróf sósa. Ef þú vilt hafa sósuna alveg silkimjúka, má nota töfrasprota og mauka hana þegar hún er klár.

4. Setjið fersku/þurrkuðu kryddjurtirnar saman við síðast og blandið vel. Berið sósuna fram með pasta eða í lasagna.

Auglýsing

læk

Instagram