Uppáhalds sósan fyrir pastaréttinn

Auglýsing

Uppskriftin er stór (fyrir 8-10 manns) en það má helminga hana fyrir smærri uppskrift.

Hráefni:

  • 8 hvítlauksgeirar rifnir niður
  • 2 msk ólívuolía
  • 5 dósir heilir niðursoðnir tómatar
  • 2 msk tómatpúrra
  • 1/2 tsk salt og 1/2 tsk svartur pipar
  • 3 msk fersk basilika (eða 1 msk þurrkuð)
  • 2 msk ferskt oregano (eða 2 tsk þurrkað)
  • 1 msk ferskt timjan (eða 1 tsk þurrkað)

Aðferð:

1. Hitið ólívuolíu í potti og steikið hvítlaukinn í 30-60 sek, hrærið stöðugt í þessu á meðan svo hvítlaukurinn brenni ekki.

Auglýsing

2. Bætið þá tómötunum saman við hvítlaukinn ásamt tómatpúrru, salti og pipar. Setjið lok á pottinn og látið þetta malla á vægum hita í um 4 tíma. Hrærið reglulega í þessu á meðan.

3. Tómatarnir munu maukast niður á eldunartímanum svo úr verður þykk og örlítið gróf sósa. Ef þú vilt hafa sósuna alveg silkimjúka, má nota töfrasprota og mauka hana þegar hún er klár.

4. Setjið fersku/þurrkuðu kryddjurtirnar saman við síðast og blandið vel. Berið sósuna fram með pasta eða í lasagna.

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram