10 einfaldar leiðir til þess sigrast á stressi – Sem þú getur prófað strax í dag!

Það gæti hljómað svolítið furðulega en það má segja að fyrirbærið stress sé tiltölulega nýr hlutur.

Það var ekki fyrr en eftir 1950 að læknirinn Hans Selye skilgreindi og rannsakaði fyrirbærið ‘stress’ eða kvíða. Hin ýmsu ráð við stressi eru því heldur betur ný af nálinni en hér fyrir neðan höfum við tekið saman 10 aðferðir sem eru taldar hjálpa til við að draga úr stessi.

Og vonandi eiga þær eftir að hjálpa þér!

 

1. – Hlustaðu á tónlist

Ef þér líður eins og allt sem er að gerast sé þér ofviða – Prófaðu að stíga eitt skref aftur á bak og hlusta á góða tónlist. Rannsóknir hafa sannað að róleg tónlist hefur jákvæð áhrif á heilann og líkamann og dregur úr áhrifum cortisol – hormóns sem er talið tengjast stressi.

2. – Hringdu í vin eða fjölskyldumeðlim

Gefðu þér tíma til þess að hringja í vin eða fjölskyldu og ræddu um vandamálin þín. Góð félagsleg sambönd eru mikilvæg fyrir andlega heilsu og róleg og vinaleg rödd getur hjálpað þér að sjá hlutina frá alveg nýju sjónarhorni.

3. – Talaðu við sjálfan þig (einmitt)

Það er ekki alltaf í boði að hringja í vin. Ef svo er, talaðu þá bara við sjálfa/nn þig! Ekki hafa áhyggjur, þú ert ekkert gengin/n af göflunum!

Það hefur stundum góð áhrif að segja hlutina upphátt.

4. – Borðaðu RÉTT

Stress og heilsusamlegt mataræði eru náskyld fyrirbæri. Því miður er það svoleiðis að þegar allt er undir og það er mikið að gera þá er algengt að sleppa máltíðum eða grípa í skyndibitamáltíðir.

Reyndu að forðast skyndibita og sjálfsala – Reyndu frekar að skipuleggja þig og mundu að aðstæðurnar eru alltaf í þínum höndum.

5. – Hlátur er sterkari en grátur!

Þegar við hlæjum framleiðir líkaminn meira af endorfíni sem bætir skapið okkar og láta okkur líða betur. Það dregur líka úr stresshormóninu cortisol og adrenalíni.

Boðskapur: Ekki fá samviskubit yfir því að brjóta upp daginn og horfa á 1-2 fyndin myndbönd á Jútúb. Það hefur til dæmis aldrei skaðað neinn að leita af „funny cats“ …

6. – Drekktu te

Stór skammtur af koffíni í einu hjálpar þér að ná betri einbeitingu – En til skamms tíma.

Í staðin fyrir að hlaða þig upp af kaffi eða orkudrykkjum, prófaðu að drekka grænt te. Það inniheldur minna koffín, amínósýrur sem hafa góð áhrif á taugakerfið og holl andoxunarefni.

7. – Prófaðu að líta inn á við

Á meðan flest ráðin og trixin hér að ofan eru til skamms tíma og laga aðstæðurnar þegar þær birtast – Þá er þetta aðeins öðruvísi.

Stundaðu hugleiðslu eða jóga! Þú getur gert allskyns lífstílsbreytingar sem geta skilað meiri árangri þegar litið er á stóru myndina.

8. – Hreyfðu þig (þó það sé bara í eina mínútu)

Smá útrás getur gert meira en þig hefði órað fyrir!

Ekki láta það stoppa þig að þú hafir ekki tvo klukkutíma til þess að fara í ræktina, sturtu og allt sem því fylgir. Hreyfing getur verið meira en bara það – Farðu í göngutúr eða stattu upp frá skrifborðinu.

Gerðu það sem þig dettur í hug, þegar þér dettur það í hug – Það getur látið þér líða betur á svipstundu.

9. – SOFÐU!

Jebb, hljómar ekki flókið – en það getur einmitt verið það!

Því miður er skortur á svefni oft ástæðan fyrir stressi en ef þú getur sofið VEL þá gæti það verið leiðin þín úr stressinu.

Slökktu á sjónvarpinu, símanum og tölvunni. Reyndu að skipuleggja þig í kringum það að ekkert fái að trufla svefninn þinn. 7-8 klukkutímar er það sem læknar mæla með fyrir fullorðið fólk.

Ert þú nokkuð að sofa minna?

10. Andaðu rólega

Orðatiltækið „andaðu rólega“ hljómar kannski dónalega á nútíma-íslensku en það á alls ekki að vera það!

Það er engin tilviljun að munkar hafa notað hugleiðslu í margar aldir rétt eins og iðkendur jóga gera í dag – Stimplaðu þig út í örfáar mínútur og dragðu andann djúpt.

Þú getur meðal annars notað þessa frábæru aðferð (við lofum að hún mun ekki láta þig sofna … nema það sé það sem þú ert að reyna!)


 

BÓNUS: Lærðu meira um stress

Stress er einfaldlega eitthvað sem við getum ekki lifað án – Nema við stingum af og búum uppi í helli allt okkar líf (Og meira að segja þá myndi stressið líklegast finna okkur).

Þess vegna væri næstum því heimskulegt að horfa framhjá því, sérstaklega ef þetta er eitthvað sem angrar þig.

Góðu fréttirnar eru að það er ýmislegt að finna á internetinu. Þú getur lært fleiri aðferðir og hvað þú getur gert til þess að sigrast á stressi fyrir fullt og allt. Ef þú vilt vita meira en þú hefur gert í þessari stuttu grein, leitaðu bara til vinar okkar Google, hann veit allt!

Auglýsing

læk

Instagram