129 ára gamalt skjal sýnir hvernig klósettpappírsrúllan á að snúa!

Nú er loksins hægt að leggja niður hina endalausu deilu um það hvernig klósettpappírsrúllan á að snúa.

Fortíðin hefur nefnilega sett sig í málið og þetta 129 ára gamla skjal – frá Seth Wheeler – einn þeirra sem fékk einkaleyfi fyrir klósettrúllunni árið 1891 – staðfestir í eitt skipti fyrir öll að hún snýr rétt þegar hún snýr líkt og myndin sýnir.

Að þessu er skrifleg vitni – þannig það verður ekki um að villast. Hún skal snúa þannig að blöðin eru tekin að framan. Má nú enda öll frekari rifrildi um þetta mál.

Ég tek þessu fagnandi, enda veit allt heilvita fólk að hún á að sjálfsögðu að snúa svona!

Auglýsing

læk

Instagram