6 leiðir til að þekkja LYGARA – Líkamstjáningin segir allt!

Það hafa verið gerðar margar rannsóknir í gegnum tíðina á því hvernig sé best að dæma, út frá líkamstjáningu, hvort fólk sé að segja satt eða ósatt.

Nú hefur háskólinn í Michigan hannað tölvubúnað sem á að geta reiknað út með mikilli nákvæmni hvort fólk sé að segja satt eða ekki.

Búnaðinn þróaði hópur vísindamanna með því að nota upptökur af vitnisburðum glæpamanna úr dómssölum.

Niðurstöðurnar komu þó nokkuð á óvart þar sem mikið af gömlum staðhæfingum um líkamstjáningu lygara voru afsannaðar.

Eins og t.d. að lygarar forðuðust að horfa beint í augu fólks á meðan þeir segðu lygina.

Hér eru nokkur merki sem lygarar sýna, samkvæmt þessari nýju rannsókn.

Grettur – Lygarar hafa tilhneigingu til að nota andlitið meira þegar þeir lýsa atburðum.

Augnsamband  Lygarar héldu augnsambandi við þann sem þeir voru að ljúga að í 70% tilfella, allan tímann.

Handahreyfingar – Rúmlega 40% lygara notuðu mikið af handahreifingum á meðan aðeins 25% þeirra sem sögðu sannleikann notuðu þær í sama mæli.

Stutt orð – Orð eins og „ehh“ og „uhh“ er algengt að lygarar noti til þess að fá smá tíma til að hugsa upp gott svar.

Sjálfstraust – Þeir sem sögðu ósatt sögðu það með meira sjálfstrausti og fullvissu en þeir sem voru að segja sattt.

Lygarar notuðu einnig oftar persónufornöfnin „hann“ og „hún“ frekar en „ég“ eða „við“ og reyndu þannig að setja fjarlægð á milli sín og atburðanna sem höfðu átt sér stað.

Auglýsing

læk

Instagram