NETFLIX-stjarna grunuð um að myrða eiginmanninn – fjölskyldan óskaði eftir vitnum í auglýsingahléi á DWTS dansþætti! – Myndband!

Ef þetta væri skáldsaga þá myndi hún teljast of ótrúleg fyrir lesendur. Sannleikurinn er stundum furðulegri en hugmyndaflug rithöfunda enda enginn látið sér detta þennan söguþráð áður.

Örskýring – Carole Baskin

Í stuttu máli þá sýndi NETFLIX raunveruleika þátt sem hét Tiger King: Murder, Mayhem and Madness. Þátturinn fjallaði mest um Joe Exotic sem rak tígrisdýragarð og Carole Baskin sem var dýraverndunarsinni. Eðlilega þá voru þau ekki sammála um meðferð á tígrisdýrum og höfðu verið miklir óvinir.

35 milljónir áhorfenda horfðu á Tiger King fyrstu vikuna sem gerir þáttinn einn þann vinsælasta frá upphafi Netflix. Það er engin leið að útskýra hvað fór fram í þáttunum svo þeir sem hafa ekki séð þættina þurfa einfaldlega að horfa á þetta til að skilja hvað fór fram.

Carole Baskin er 59 ára gömul og ólík flestum persónum sem við þekkjum úr öðrum raunveruleikaþáttum. Fyrir utan allar deilur við Joe Exotic þá hefur hún verið í deilum við fjölskyldu annars eiginmanns hennar sem hét Don Lewis. 

Carole og Don ráku saman dýraathvarf en skuldlausar eignir Don Lewis þegar hann lést voru hátt í milljarður íslenskra króna. Hjónin höfðu átt í deilum og Don Lewis hafði sótt um nálgunarbann á Carole Baskin vegna morðhótunar áður en hann hvarf árið 1997.

Árið 2002 stóð Carole Baskin (að öllum líkindum) fyrir því að eiginmaður hennar var opinberlega skráður sem látinn. Þannig fékk Baskin stjórn yfir öllum eignum þeirra hjóna og fjölskylda Lewis telur að peningar hafi verið helsta ástæða fyrir morði Lewis.

Lögreglan rannsakar þetta mál ennþá sem morðmál þó lík Lewis hafi aldrei fundist. Í gegnum árin hefur Carole Baskin verið yfirheyrð margsinnis vegna málsins en hún hefur skáldað sögur sem enginn trúir.

Það hefur þó ekki tekist að sanna hvort Baskin myrti eiginmanninn eða hvort hún réð leigumorðingja. Flestir sem þekkja til málsins eru þó fullvissir um að Baskin hafi orsakað hvarf Lewis, myrt eða látið myrða hann,  og líklega grafið líkið í óbyggðum Florida.

Hún er að sjálfsögðu saklaus þar til sekt er sönnuð en skýringar hennar á öllu sem viðkemur dögunum í kringum hvarfið eru alltaf að breytast. Þær eru of margar til að telja upp en ein skýringin var að hann hefði skyndilega fengið Alzheimer sem enginn vissi af nema Carole Baskin.

Um morguninn sem hann hvarf hafi hann keyrt burt í pallbílnum og svo gleymt hver hann var. Hún sagði svo sömu sögu síðar en þá hafði hann flogið í burtu í flugvél (sem enginn vissi að hann átti) – en hann var flugmaður sem átti nokkrar flugvélar sem eru á sínum stað.

Hann hafi týnst í Costa Rica – Baskin „fékk“ síðan upplýsingar um að minnislaus Lewis væri á lífi ráfandi um götur í leit að mat í ruslatunnum. Þegar í ljós kom að Baskin myndi ekki erfa eignir Lewis fyrr en hann væri úrskurðaður látinn þá breyttist sagan. Þá sagðist hún hafa staðfestar upplýsingar fyrir því að óvildarmenn hefðu myrt hann og hefur ásakað næstum alla sem þekktu til Lewis á meðan hann  var á lífi.

Augljóslega er fjölskylda Don Lewis ekki sátt við skýringar Carole Baskin og hafa því reynt allt til að fá vitni til að tengja hana við hvarfið(morðið). Þetta hefur ekki gengið og því keypti fjölskyldan auglýsingu í miðjum dansþætti þar sem Carole Baskin er þátttakandi.

Í auglýsingahléi Dancing With The Stars var meðfylgjandi myndband þar sem fjölskylda Don Lewis óskar eftir upplýsingum eða vitnum. Þetta er ennþá að þróast út í meiri vitleysu en það er engin leið að fylgja öllu sem gerist í lífi Carole Baskin.

 

Auglýsing

læk

Instagram