78 ára gömul amma sýnir okkur að við verðum ALDREI of gömul til að skemmta okkur! – MYNDIR

Hver hefur ekki heyrt hjá fólki alveg niður í fertugt að það sé orðið of gamalt til að gera eitthvað?

En hún June Gill frá Castleford á Englandi treður sokk upp í þau sem segjast vera of gömul.

Hún er 78 ára gömul og elskar að fara í fallhlífastökk, rafting og ganga upp á fjöll.

Hún starfaði sem hjúkrunarfræðingur, en eftir að hún hætti að vinna er hún búin að ferðast um heiminn og prófa alls konar jaðarsport.

Hún safnar áheitum áður en hún skellir sér í svona ævintýraferðir og svo rennur allur ágóðinn til sjúkrahúsins sem hún starfaði hjá.

June fer í ræktina þrisvar í viku til að halda sér í formi fyrir öll ævintýrin sín. Planið hennar er að ganga á flugvélavæng á afmælinu sínu þegar hún verður áttræð.

Auglýsing

læk

Instagram