Auglýsing

9 snyrtiráð sem ALLIR karlmenn ættu að þekkja!

Þú vilt líta út eins og hinn sænski Jesú, ekki satt?

Rífðu þig þá í gang og fylgdu þessum 9 ráðum:

1. Þvoðu bara á þér hárið þrisvar í viku!

Flest sjampó innihalda efni sem losa hárið við náttúrulegar olíur sem halda hárinu heilbrigðu, gljáandi og mjúku.

Hinsvegar ættiru alltaf að bleyta rótina með heitu vatni í hvert skipti sem þú ferð í sturtu og nudda hársvörðin. Það losar um dauðar húðfrumur, skít og utanaðkomandi olíur sem hafa safnast saman frá því að þú fórst síðast í sturtu.

2. Hafðu raksápuna á andlitinu í 5 mínútur fyrir rakstur

Þetta hjálpar til við að koma í veg fyrir inngróin hár eða að þú skerir þig. Það hafa allir tíma fyrir auka fimm mínútur, ekki satt?

3. Skipuleggðu hár- og skeggþvottinn á sama tíma

Ef þú ert að safna í almennilegt ‘tísku-skegg’ þá er þrælmikilvægt að þrífa það á þriggja daga fresti. Ef þig klæjar í skeggið skaltu nota flösusjampó á það.

4. Sjáðu til þess að rakvélablaðið þitt sé hárbeitt

Sjáðu til þess að þú þrífir rakvélablaðið þitt með heitu vatni fyrir hvern rakstur. Ef þú sérð einhverntíman að blaðið er byrjað að ryðga skaltu henda því strax.

5. Snyrtu skeggið og nefhárin alltaf reglulega

Það er mikill munur á því að rokka tveggja daga skeggið og að rokka útigangsmanninn.

Hallaðu höfðinu aftur og legðu tvo fingur fyrir ofan barkakýlið. Þaðan rakar þú beint niður með stuttum hreyfingum og forðast inngróin hár, óþarfa skurði og þú lítur miklu betur út!

6. Snyrtu yfirvaraskeggið þitt í hverri viku

Þú vilt snyrta yfirvaraskeggið þitt með skærum og þegar það er þurrt – Til þess að forðast það að taka of mikið í einu.

7. Burstaðu skeggið þitt daglega

Eitthvað sem margir hér sleppa ef til vill? Þú ættir að prófa það og sjá hvað það gerir fyrir þig.

8. Losaðu þig við ‘augabrúnina’ þína (eintala)

Það hefur enginn kona heillast af þessu lúkki síðan Inkarnir voru uppá sitt allra besta í kringum árin 1438 til 1532.

Ps. Notaðu plokkara, ekki rakvél – Þú munt sjá eftir því að prófa rakvélina!

9. Notaðu augndropa á bólurnar

Í staðinn fyrir að ‘sprengja’ bólur skaltu setja á þær augndropa. Efni í dropunum hjálpar til við að gera þær minna rauðar og þurrkar þær upp.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing