Að drekka rauðvínsglas er hollara en að fara í ræktina!

Rauðvín hefur lengi verið sagt gott fyrir heilsuna – það er stútfullt af andoxunarefnum og minnkar slæmt kólesteról í blóðinu.

En vísindamenn við Alberta háskólann í Kanada ganga ennþá lengra í sínum fullyrðingum, því þeir segjast hafa komist að þeirri niðurstöðu að það að drekka rauðvínsglas á dag gerir svipað fyrir heilsuna og klukktími í ræktinni!

Ofan á það þá vilja þeir meina að rauðvínsglas á dag dragi úr líkunum á ristilkrabba, heilahrörnun og sykursýki 2.

Jæja, ætli maður verði nú ekki að láta sig hafa það – fyrir heilsuna…

Auglýsing

læk

Instagram