Áður en þú kvartar yfir lífi þínu – Þá þarftu að lesa þetta!

Þessi texti hér fyrir neðan hefur verið að vekja fólk til umhugsunar um hvað það er að lifa lífinu.

Áður en þú kvartar yfir lífi þínu í dag – hugsaðu um einhvern sem fór of snemma yfir móðuna miklu.
Áður en þú kvartar yfir börnunum þínum – hugsaðu um þau sem þrá börn en geta ekki eignast þau.
Áður en þú rífst út af óhreinindum eða drasli heima hjá þér – hugsaðu um þau sem hafa hvergi höfði sínu að halla.
Áður en þú kvartar yfir vegalengd sem þú þarft að keyra – hugsaðu um þau sem þurfa að ganga sömu leið.
Áður en þú kvartar yfir vinnunni þinni og hversu þreytt/ur þú sért – hugsaðu um þau atvinnulausu, fötluðu og þau sem vildu óska að þau hefðu vinnuna sem þú ert í.
Áður en þú kvartar yfir bragðinu á matnum – hugsaðu um þau sem svelta.
Áður en þú kvartar yfir manninum þínum eða konunni þinni – hugsaðu um þau sem gráta af því að þau eru ein.
Áður en þú bendir á einhvern og dæmir viðkomandi eða kennir öðrum um – mundu þá að ekkert okkar er óskeikult og að við gerum öll mistök.
Þegar daprar og erfiðar hugsanir sækja á þig – reyndu að brosa og þakkaðu fyrir að vera á lífi.
Lífið er gjöf – lifðu því, njóttu þess, fagnaðu því!

Auglýsing

læk

Instagram