Auglýsing

Brennheitt TE helltist yfir getnaðarliminn sem afmyndaðist og Starbucks-keðjan lögsótt – myndir!

Það er algengt að keðjur á borð við Starbucks séu lögsóttar fyrir hin og þessi atvik. Oft eru hörmungarsögur sem berast algjör uppspuni til að reyna að hafa peninga af fyrirtækinu. Í þessu tilfelli er þetta hins vegar mjög eðlilega krafa um skaðabætur frá Starbucks.

Tommy Piluyev og fjölskylda fóru í bílalúgu Starbucks í Kaliforníu. Hinn 24 gamli fjölskyldufaðir pantaði sér tvöfalt Honey Citrus Mint Te sem er afgreitt í bolla með loki frá Pactiv Packaging – sem sér um ílát fyrir Starbucks keðjuna.

Þegar fjölskyldan fékk pöntunina afgreidda í gegnum bílrúðuna þá urðu einhver mistök og því helltist te yfir vinstri hönd, maga og klofið á Tommy. Hann komst ekki út úr bílnum sem var upp við bílalúguna svo hann þurfti að keyra í stæði áður en hann reyndi að lágmarka skaðann.

Þetta atvik olli því að maðurinn var 11 daga á brunadeild UC Davis Medical Center með brunasár á maga, læri, getnaðarlim, klofi og rassi. Eftir að hann var útskrifaður þá greindi Tommy frá því að ekki hefði verið hægt að laga allar skemmdirnar sem urðu við brunann.

Að sögn lögmanns þeirra hjóna þá er getnaðarlimur hans afmyndaður þó eðlilega fylgi ekki mjög nákvæmar lýsingar eða myndir sem birtar eru opinberlega. Samkvæmt kærunni þá fór húðin af, litur breyttist og blöðrur breyttu útliti limsins. Tommy segist ekki vilja stunda kynlíf eftir atburðinn þar sem hann skammast sín fyrir útlitsgallann.

Í réttarsalnum verður deilt um hver ber ábyrgð á slysinu. Starfsmaður Starbucks gæti borið fyrir sig að Tommy hafi orsakað slysið sjálfur þegar hann tók ekki nógu vel við bollanum. Ekki er víst hvort til eru myndbandsupptökur af atvikinu þó það sé ekki líklegt – því nokkur tími liðinn frá því þetta gerðist.

Lögmaður fjölskyldunnar hefur sagt að hugsanlega hafi bollinn verið skemmdur eða lokið frá Pactiv Packaging gallað. Hann segist hafa safnað yfir 80 kvörtunum vegna slysa sem hafa orðið vegna gallaðra bolla sem ollu skaða bæði hjá viðskiptavinum og starfsmönnum Starbucks.

Stærsta málið snýst um hvort Starbucks hafi í raun vitað að svona lagað gæti gerst – en ekkert gert til að bregðast við vandanum. Keðjan segist vera að skoða málið og muni tryggja öryggi viðskiptavina í framtíðinni.

Þar til Starbucks bregst við þá er eins gott að fara varlega með heita drykki frá keðjunni vinsælu.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing