Eitt mjög mikilvægt ráð í kvíðastjórnun

Sálfræðingur gekk um herbergi meðan hann kenndi bekk kvíðastjórnun. Hann lyfti vatnsglasi – og alir bjuggust við að hann myndi spyrja hvort glasið væri hálffullt eðe hálftómt. Í staðinn brosti hann og spurði: „Hversu þungt er þetta glas?“

Fólk giskaði á svar í kringum hálft kíló.

Sálfræðingurinn svaraði: „Þyngdin skiptir ekki öllu máli. Það skiptir máli hversu lengi ég held á því. Ef ég held á því í mínútu er það ekki vandamál. Ef ég held á því í klukkustund, mun ég fá verk í handlegginn. Ef ég held á því í heilan dag mun ég fá doða og lömunartilfinningu. Þyngdin á glasinu skiptir ekki öllu máli, en tíminn sem ég held á því byrjar að telja meira eftir því sem ég held á því lengur.“

Hún hélt áfram: „Kvíðinn og áhyggjurnar í lífinu eru eins og þetta vatnsglas. Hugsaðu um þær í smástund – og ekkert gerist. Hugsaðu um þær aðeins lengur og þær fara að taka í. Hugsaðu um þær í klukkutíma og þær byrja að meiða. Og ef þú hugsar um áhyggjur þínar í heilan dag – verður þú lamaður og dofinn.

Lykilatriðið er að láta glasið niður.“

Auglýsing

læk

Instagram