Eldri hjón gerast frægir Instagram áhrifavaldar – Ókunnugt fólk biður þau um að vera afi sinn og amma! – MYNDBAND

Geoffrey og Pauline Walker eru búin að vera saman síðan 1951 og eiga stóra fjölskyldu. Þau byrjuðu því á Instagram til að halda tengingunni við fjölskylduna – og eru nú orðin frægir Instagram áhrifavaldar.

Þau eru komin með rétt tæplega 160 þúsund Instagram fylgjendur þegar að þessi grein er skrifuð og sú tala á án efa eftir að fara hækkandi.

Ef þú vilt fylgjast með þeim þá eru þau @geoffreywalk á Instagram – og engar áhyggjur, þú yrðir ekki fyrsta ókunnuga manneskjan til að biðja þau um að vera afi þinn og amma.

Auglýsing

læk

Instagram