Fljótandi verndarsvæði fyrir KISUR er talið vera best geymda ferðaleyndarmál Amsterdam! – MYNDIR

Þrátt fyrir að kisur séu almennt ekki miklir aðdáendur þess að leika sér í vatni, þá virðast kettirnir á De Poezenboot hafa það bara ansi gott.

De Poezenboot þýðir einfaldlega Kattarbáturinn og hann er staðsettur í Amsterdam. Þetta er fyrsta og eina fljótandi kattarverndarsvæði í heimi.

Hún Henriette van Weeld stofnaði Kattarbátinn árið 1968 með það í huga að passa uppá ketti sem hefðu strokið, væru heimilislausir eða veikir.

Stuttu síðar þá varð De Pozenboot að góðgerðasamtökum og fólk gat komið í heimsókn í bátinn.

Það búa um 50 kettir á Poezenboot hverju sinni, en þegar fólk heimsækir bátinn þá er hægt að ættleiða kisu/r og taka þær með sér heim – og þá myndast pláss fyrir nýjar kisur o.s.frv.

25 sjálfboðaliðar sjá um kisurnar og passa að þær hafi það gott.

Kattarbáturinn er vissulega lokaður sem stendur, en þetta vel geymda ferðaleyndarmál Hollendinga hefur líklegast farið framhjá mörgum – svona þar sem að þetta er í Amsterdam …

Vonandi heimsækir þú kisurnar í Kattarbátnum næst þegar þú átt leið til Amsterdam.

Auglýsing

læk

Instagram