Auglýsing

GRETA THUNBERG mætir í skólann í Svíþjóð eftir hetjulega baráttu í loftslagsmálum – myndband!

Það gleymist oft að Greta Thunberg er aðeins 17 ára gömul þar sem hún hefur gert svo margt á stuttum tíma. Greta hætti í skóla til að sinna hetjulegri baráttu í loftslagsmálum en hún hefur nú snúið aftur til náms.

Nýlega sagðist hún vonsvikin með hversu fljótur heimurinn var að gleyma loftslagsmálum þegar Covid faraldurinn hófst. Bendir hún á að loftslagsmál geti haft miklu verri afleiðingar en Covid þó það gerist á lengri tíma.

Henni þykir árið 2020 hafa farið til spillis þegar kemur að loftslagsmálum sem gefur okkur enn minni tíma til að bregðast við. Ákveðinn uppgjafartónn greinist hjá Gretu en hún mun örugglega snúa tvíefld til baka áður en langt um líður.

Gagnrýnendur Gretu geta verið leiðinlegir og fagna margir að hennar 15 mínútur af frægð séu liðnar. Jeremy Clarkson sem stýrði bílaþættinum Top Gear hefur áður sagt að hún ætti að þegja og fara aftur í skólann. Hann telur hana skapa hættu með tali um heimsendi sem veldur hræðslu ungs fólks.

Margir benda þó á að Jeremy sem er maður á sextugsaldri sem elskar bensínbíla ætti að tjá sig sem minnst um loftslagsmál.

 

 

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing