Íslensk tengdamamma neitar að taka BRJÓSTAMYND af tengdadóttur sinni af Facebook!

Tengdamömmur geta verið stjórnsamar og erfiðar í umgengni en þaö er oftast vel meint. Ung íslensk kona óskar nú eftir aðstoð þar sem hún sendi mynd í einkaskilaboðum á tengdamömmu sína. Á myndinni er hún ásamt nýfæddu barni sínu. að gefa bjróst og sést í brjóstið nokkuð vel á myndinni.

Tengdamömmunni þótti kjörið að birta myndina á Facebook enda stolt af barnabarninu. Það var hins vegar ekki ætlun tengdadótturinnar að birta mynd á samfélagsmiðlum þar sem sést í brjóstið.

Myndin tengist ekki fréttinni beint
Sviðsett mynd – upprunalega myndin var ekki birt af virðingu við barnsmóður

Eðlilega sendi hún tengdamömmu skilaboð og bað hana um að fjarlægja myndina af Facebook. Sú gamla svaraði þeirri spurningu einfaldlega neitandi og vill hafa myndina áfram á sínum stað. Tengdadóttirin hefur tilkynnt myndina til Facebook en þeir neita að taka hana niður svo hún er í vanda.

Sæl öll Ég vona að þið getið hjálpað mér. Þannig er mál með vexti að tengdamóðir mín fékk senda mynd af mér og nýfæddu barni mínu og þar sést í brjóstið mitt. Hún setti myndina á facebook vegginn sinn og neitar að taka hana niður. Ég er búin að reporta myndina oft en ekkert gerist. Hvað get ég gert? Ég er til í að gera hvað sem er til að ná þessari mynd niður. Ég er nýbökuð móöir og það átti engin mynd að fara á netið og sérstaklega ekki mynd af brjóstum!! Með fyrirfram þökkum ??????

Nokkrir velviljaðir netverjar hafa bent ungu móðurinni á hugsanlegar lausnir – hvað myndir þú gera?

Láttu föður barnsins sjá um þetta tafarlaust. Móðir hans sýnir barnsmóður hans lítilsvirðingu. Hann á líka að setja þá reglu að hún birti ekki myndir af barninu nema með ykkar leyfi.

Hún þarf samþykki ykkar til að setja myndir af barninu á Facebook, hvað þá svona persónulega mynd af ykkur saman. Þú þarft ekkert að semja sérstaklega við hana um það að taka myndina út, þetta er mynd af þér og barninu og það er EKKERT sem hún segir sem trompar það að þetta er þín ákvörðun. Þú getur kommentað undir myndina hjá henni að þetta sé persónuleg mynd sem þið senduð henni til að skoða og þú hafir alls ekki gefið leyfi fyrir að færi á Facebook og ítreka í kommentinu að þú viljir að hún taki hana út strax.

Annars geturðu líka haft samband við Lögregluna því þetta gæti talist brot á þér (eftir því hversu mikið sést í brjóstið). Myndi biðja barnsföðurinn að hætta að senda henni allar myndir á meðan hún hlustar ekki og algjörlega að standa hörð á þínu, hún mun annars bara halda áfram að vaða yfir þig og svo barnið eftir það. Ef barnsfaðirinn er sjálfur ekki fyrir að strippa á myndum getur þú prófað að spyrja hvort honum væri ekki sama þó það sæist aðeins í punginn á honum á mynd sem þig langar að pósta á Facebook, hann er ekkert að fatta hvernig það er að fá svona persónulegar myndir af sér á netið. Þú ert annars ekkert ein um að díla við svona rugl. Bæði mamma og tengdó fóru beint í 6. frekjugírinn þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn og það besta sem hægt er að gera er að setja mörkin strax.

Vertu svo í framtiðinni ekki með brjóst uppi í myndatöku. Margir einmitt við sambandslit eru að dreifa óþarfa á netið til að særa hvort annað. Myndi bara ekkert láta mynda mann an fatnaðar til öryggis.

Auglýsing

læk

Instagram