Árás í Borgarholtsskóla – Fjórir nemendur á slysadeild

Auglýsing

Mikill viðbúnaður var við Borgarholtsskóla fyrir stundu vegna átaka sem áttu sér stað þar. Fjórir nemendur í Borgarholtsskóla voru fluttir á slysadeild á öðrum tímanum í dag eftir átökin. Greint er frá þessu á vef vísis

Fjöldi lögreglu-og sjúkrabíla voru stödd á svæðinu ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra.

Fréttastofa vísis hefur heimildir fyrir því að ungur karlmaður hafi mætt í skólann, vopnaður hníf og hafnarboltakylfu. Í framhaldi af því hafi verið ráðist á nemanda í skólanum. Að sögn vitnis var árásarmaðurinn blóðugur á höfði er lögreglan handtók hann. Sérsveitamenn mættu þá á svæðið og voru nemendur beðnir um að fara heim.

„Við sendum talsvert stóran hluta af útkallsliði okkar og sérsveitina sem fylgir í slík útköll. Við teljum að við höfum náð stjórn á vettvangnum og náð í skottið á flestum sem áttu aðild að þessu,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn í samtali við vísi

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram