Kanadamaður rekinn frá Íslandi rétt áður en hann lýkur dýru námi – Útlendingastofnun klúðraði málinu hans!

Auglýsing

Hún Elín Esther Magnúsdóttir deildi þessum status um ósanngjarna meðferð Útlendingastofnunar á Kanadamanni sem var hér á landi í námi. 

Þökk sé klúðri stofnunarinnar þá verður ekkert úr fjárfestingu hans í námi hérlendis og hann rekinn frá Íslandi rétt fyrir námslok.

“Mikil er skömm Útlendingastofnunar

Auglýsing

Maðurinn vinstra megin á myndinni er Rajeev Ayer, vinur minn. Hann er Kanadamaður sem verður vísað úr landi eftir nokkra daga, fyrst og fremst vegna þess að Útlendingastofnun hefur ítrekað klúðrað allri meðferð á umsókn hans um áframhaldandi dvalarleyfi.

Honum er gert að yfirgefa landið fjórum vikum áður en hann lýkur hér námi sem kostaði hann tæpa milljón í skólagjöld, auk búnaðar og ferða. Hann hefur notað sparifé sitt til að borga fyrir nám og framfærslu, en nú verður lítið úr þeirri fjárfestingu.

Ef hann hefði ekki ítrekað fengið rangar upplýsingar hjá Útlendingastofnun um hvaða gögnum og eyðublöðum hann þyrfti að skila inn, væri hann kannski ekki að fara heim.

Útlendingastofnun tilkynnti honum að umsókn hans væri gölluð (þrátt fyrir að gallarnir hafi verið gerir eftir leiðbeiningum stofnunarinnar), og að hann þyrfti að skila inn nýrri umsókn. Hann gerði það, en engum hjá Útlendingastofnun datt í hug að hætta meðhöndlun fyrri umsóknarinnar. Hún hefur því tafið málið í marga mánuði meðan fjallað er um hana, á meðan Raj stóð í þeirri trú að fjallað væri um nýju umsóknina.

Þegar honum var svo tilkynnt að fyrri umsókninni hefði verið hafnað var honum líka tilkynnt að seinni umsóknin (sem er vonandi rétt gerð) hefði ekki verið tekin fyrir, vegna þess að það getur bara verið ein umsókn í gangi frá hverjum einstaklingi. En samt bað stofnunin um nýja umsókn. Og hætti ekki meðhöndlun fyrri umsóknarinnar.

Þegar þessu var lokið var honum sagt (tæpu ári eftir að hafa sent inn fyrri umsóknina) að hann gæti ekki verið á landinu á meðan seinni umsóknin væri tekin fyrir, því tímabundna dvalarleyfið hans væri að renna út.

Hann á fjórar vikur eftir að námi, er með uppáskrifaðan samning um vinnu sem hann getur byrjað í um leið og leyfið kemur. En … ekkert af þessu breytir neinu. Það er ekki í boði að klára námið og fara svo til Kanada á meðan unnið er úr umsókninni – hann bara verður að fara.

Ef hann hefði ekki ítrekað fengið rangar upplýsingar, og meðferð umsóknarinnar klúðrast algjörlega, er mjög líklegt að hann hefði fengið dvalarleyfi.

Það er sárt að sjá hörkuduglegan, skemmtilegan, hæfileikaríkan og samviskusaman vin sinn sitja uppi með sárt ennið eftir að hafa gert allt rétt. Það er sárt að sjá að hamfaraklúður innan stofnunar bitnar bara á þeim sem eina sem gerði allt rétt.

Það er rétt að taka fram að Raj er ekki flóttamaður eða að sækja um hæli hér. Hann langar bara að læra og vinna á Íslandi, sem hann féll fyrir í sumarlangri heimsókn og þykir nú orðið mjög vænt um. En hann getur það ekki, af því að hann fór eftir öllu sem Útlendingastofnun sagði honum að gera, og þær leiðbeiningar voru rangar.

VIÐBÓT 25. mars: Takk, allir sem hafa deilt og sagt sína skoðun. Haldið því endilega áfram! Ef ekki fyrir Rajeev, þá fyrir alla aðra sem hafa verið eða munu lenda í sömu sporum.
Það er ánægjulegt að segja frá því að meðan Rajeev var í kveðjuhófi í gær með nokkrum vinum sínum höfðu fjölmiðlar samband við hann. Vonandi hjálpar það til við að knýja á um breytingar. Þið megið endilega skoða viðtöl við hann, og deila þeim sem víðast.”

Auglýsing

læk

Nýjast á menn

Instagram