Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er ein af fáum sem hafa komist yfir 100 milljónir fylgjenda á Instagram. En í síðasta mánuði fór hún í frí til Mexíkó og þar náði papparassi myndum af Kim sem fóru út um allan heim.
Margir sögðu að þessar myndir væru sönnun þess að Kim sé búin að láta sílíkon í rassinn sinn.
Hún er hér í þættinum The View að tala um að þessar myndir séu photoshopaðar og að manneskjan sem hafi tekið þær hafi verið að reyna láta hana líta illa út. En hún segir samt að hún hafi byrjað hjá nýjum einkaþjálfara og byrjað á nýju mataræði eftir þessar myndir.