today-is-a-good-day

Lærði að sofna á innan við einni mínútu – Svona fór hún að!

Getur þú ekki sofið eða þjáist þú af stressi?

„Þetta var í vikunni á undan brúðkaupi bestu vinkonu minnar og stressið (og spenningurinn) hjá mér hafði náð algjörlega nýjum hæðum. Stressið var af hluta til komið vegna ræðu sem ég hafði lofað að halda í brúðkaupinu. Ég var orðin virkilega smeyk og gat ekki slökkt á höfinu á mér og sofnað á kvöldin.

Eftir þrjár andvökunætur í röð viðurkenndi ég fyrir brúðinni að ég væri of stressuð til að geta sofnað sagði hún – brúðurin sem svaf eins og ungabarn viku fyrir brúðkaupið sitt – Að ég þyrfti að prófa „4-7-8“ öndunartæknina.

Það vill svo til að hún er lærður lífsstílsþerapisti og hefur sérhæft sig í hugleiðslu, losun stress og öndunaræfingum, og hún sagði mér að þessi aðferð myndi breyta lífi mínu. Þú einfaldlega andar með nefinu í fjórar sekúndur, heldur inni í þér andanum í sjö og andar svo út um munninn í átta sekúndur. Hún úrskýrði fyrir mér að þessi útpælda öndun hefði þau áhrif á heilann að það myndi hægja á hjartslættinum og slökkva gjörsamlega á mér þegar ég vildi fara að sofa. „Þetta virkar,“ sagði hún. „Þetta er klikkun“.

Svona virkar þetta

Ég gat ekki beðið eftir að prófa tæknina og staðfesta trú mína á því að þetta virkaði ekki. En svo vaknaði ég næsta morgun og mundi ekki einu sinni eftir því að hafa notað tæknina kvöldið áður! Næstu fjórar nætur hélt stressið alltaf áfram að aukast fram að brúðkaupinu en ég sofnaði eins og steinn á mínútunni sem ég notaði 4-7-8 trixið. Ég notaði það líka til þess að slaka á taugunum áður en ég fór með ræðuna.

Þegar við verðum stressuð eða kvíðin þýtur adrenalín um æðarnar í okkur, hjartað slær hraðar og öndunin verður hröð og grunn. Áður en ég útskýri nánar hvernig tæknin virkar þá vildi ég útskýra með mínum eigin orðum hvernig tilfiningin er þegar ég prófaði aðferðina í fyrsta skiptið. Fyrir mér eru áhrifin eins og eitthvað furðulegt lyf. Til þess að halda inni í þér andanum í sjö sekúndur og anda svo út í átta – Þá neyðir þú hjartað til þess að slaka á og slá hægar. Þetta skapar keðjuverkandi áhrif á líkamann og áður en þú veist af ertu komin/n í draumaland.

Þegar þú byrjar áttu eftir að vilja svindla og anda einu sinni enn, eða halda inni í þér andanum aðeins styttra – En ef þú heldur þig við tölurnar í huganum (eða reynir það að minnsta kosti) og heldur áfram að endurtaka 4-7-8 aðferðina (án þess að anda venjulega inn á milli auðvitað) getur þú bókstaflega fundið hjartsláttinn verða rólegri, háværa röddin inni í þér lækkar í sér og líkaminn þinn slakar bókstaflega á. Ég man aldrei lengra en fyrsta settið af 4-7-8.

Þetta er klikkun.

Svona getur þetta virkað fyrir þig

Hugleiðsla og öndunaræfingar hafa verið áberandi hluti af lífi fólks á austurlöndum en ekki náð jafn miklum vinsældum á vesturlöndunum fyrr en nú.

Ef 4-7-8 aðferðin virkar fyrir þig eins og hún gerði fyrir mig mun hún hjálpa þér að sofna mun fyrr. Aðferðin er ekki bara ókeypis heldur virkar hún líka fyrir ótal mismunandi tilefni. Þú getur notað hana til þess að sofna á kvöldin, ef þú ert kvíðin/n fyrir því að halda ræðu eða ef þú ert reið/ur og vilt róa þig niður. Vinkona mín (brúðurin sem svaf eins og engill viku fyrir brúðkaupið sitt) er flughrædd og notar aðferðina meira að segja til að róa sig niður þegar hún flýgur“.

Greinin er skrifuð af Aliana Gonzales, ritstjóra Byrdie.com

Prófaðu 4-7-8 aðferðina í kvöld og láttu okkur svo vita í athugasemdum hér fyrir neðan hvernig gekk.

Góða nótt!

Auglýsing

læk

Instagram