Skrímslið sem ofsótti Ástralskan bæ var bara órúin kind! – MYNDIR

Íbúar Ástralska bæjarins Canberra voru orðnir töluvert áhyggjufullir fyrir nokkrum árum síðan, en skrímsli hafði sést nálægt bænum nokkrum sinnum og sjónarvottarnir voru orðnir það margir að sagan var tekin alvarlega.

Við nánari skoðun kom í ljós að skrímslið var bara frekar vinaleg kind, sem hafði ekki verið rúin í fimm ár.

Kindin fékk nafnið Chris og fór beinusti leið í rýingu.

Þar komu af honum hvorki meira né minna en 40 kíló af ull, sem er heimsmet!

Nú er kindin Chris því miður fallin frá og nafn hennar ómar aftur um fréttasíður í minningu um þessa ótrúlegu sögu um skrímslið sem var svo bara góðhjörtuð kind – akkúrat öfugt við úlf í sauðagæru.

Auglýsing

læk

Instagram