Tony Hawk þjálfaði 12 ára stelpu á hjólabretti eftir alvarlegt slys – hún renndi sér fram af 30 metra háum palli! – Sjáðu myndbandið!

 

Hjólabrettagoðsögnin Tony Hawk heyrði af alvarlegu slysi í hjólabrettagarði sem hann rekur. 12 ára stelpa (Sky Brown) sem er undrabarn á hjólabretti slasaðist eftir fall. Hún höfuðkúpubrotnaði og var 2 mánuði liggjandi á spítala.

Þegar hún komst á fætur bauðst Tony Hawk til að hjálpa henni að yfirstíga óttan sem hún fann fyrir í kjölfar fallsins. Þau unnu saman að því að sigrast á óttanum sem endaði með stórhættulegu stökki sem hefst með því að renna sér niður 30metra háan pall.

Sky Brown var hugrekkið uppmálað og gerði alla skíthrædda í kringum sig með því að takast á við óttann. Sem betur fer þá skilaði þjálfunin sér í stökki sem örfáir í heiminum myndu þora að framkvæma.

Hér má sjá stórkostlegt myndband af hinni hugrökku Sky Brown og þjálfaranum Tony Hawk að sigrast á óttanum!

Auglýsing

læk

Instagram