Víðir var að koma með samfélagslegan sáttmála – Ætlar þú ekki að taka þátt í honum?

Víðir Reynisson er búinn að reynast okkur Íslendingum einstaklega vel í kórónaveiru heimsfaraldrinum og hann er búinn að standa eins og klettur í gegnum alla þá erfiðleika sem hafa fylgt Covid-19.

Í gærkvöldi þá skrifaði Víðir færsluna hér fyrir neðan á Facebook og í henni þá talar hann um mikilvægi þess að gera samfélagslegan sáttmála.

Ætlar þú ekki örugglega að halda sáttmálanum í heiðri og taka þátt í sameiginlega verkefninu okkar allra?


Samfélagslegur sáttmáli, er það ekki bara málið?

Nú styttist í að fyrstu aðgerðir varðandi afléttingu takmarkanna í samfélaginu okkar vegna COVID-19 taka gildi.
Þá er mikilvægt að við horfum til hvað þarf að gera á meðan ennþá er hætta á faraldurinn taki sig upp aftur og við fáum þar með bakslag eftir allt sem við höfum lagt á okkur.
Við þurfum að gera samfélagslegan sáttmála sem við öll viljum halda í heiðri. Sáttmála sem við viljum að gildi í vor og sumar.
Í slíkum sáttmála væri loforð um að:
• Sinna handþvotti vel
• Spritta á okkur hendur reglulega
• Sótthreinsa sameiginlega snertifleti
• Vernda viðkvæma hópa
• Gefa kost á 2 metra fjarlægð
• Ef við fáum einkenni þá erum við heima og tölum við lækni
• Taka sýni frá öllum sem eru með einkenni
• Þeir sem mælast með veiruna fari í einagrun
• Þeir sem eru útsettir fari í sóttkví
• Veita þeim sem veikjast góða þjónustu
• Miðla áfram öllum upplýsingum um leið og þær eru þekktar
• Nota fréttir frá traustum miðlum til að styðjast við í umræðum
• Að vera skilningsrík gagnvart þeim sem misstíga sig og muna ekki alltaf allt.
• Að við bendum á kurteisan hátt á það sem betur má fara
• Að vera góð hvert við annað

Með því að vinna saman að næstu verkefnum í COVID baráttunni munum við færa lífið okkar smá saman í eðlilegra horf. Þetta mun taka tíma.
Hvað önnur lönd gera mun líka hafa áhrif hjá okkur. Þetta er í raun sameiginlegt verkefni allra samfélaga. Alls mannkyns. Við verðum öll saman í þessu og skiljum engan útundan.

Auglýsing

læk

Instagram