Ariana Grande og James Corden endurgerðu Titanic í fimm mínútna söngleik

Auglýsing

Ariana Grande var gestur í spjallþætti James Corden í gærkvöldi. Þar endurgerðu þau kvikmyndina Titanic á fimm mínútum og sungu vinsæl popp lög sem smellpössuðu við upprunalegu kvikmyndina.

Samtals sungu þau brot út 13 lögum í einni töku. Þau syngja lög á borð við Learn to fly með Foo Fighters og Shape of You með Ed Sheeran til þess að túlka atriði myndarinnar. Að lokum taka þau Titanic lagið sjálft, My Heart Will Go On eftir Celine Dion.

Sjá einnig: Rebel Wilson nýtur lífsins í Bláa Lóninu og Celine Dion syngur undir

Ariana Grande gefur út plötuna Sweetener á föstudag. Hún tók einnig þátt í bílakarókí með James Corden sem mun birtast í þætti hans annað kvöld.

Auglýsing

Auglýsing

læk

Instagram