today-is-a-good-day

„Fastur í búningsklefa með Guðjóni Þórðarsyni árið 1994 og hann hættir ekki að öskra“

Internetið brjálaðist ekki einu sinni heldur tvisvar síðustu vikuna. Af því tilefni var sérstakt internetþema þegar Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, fór yfir fréttirnar í Vikunni með Gísla Marteini á RÚV í gær. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.

Eitt af málum vikunnar var þegar internetið brjálaðist yfir ummælum Frosta Logasonar í útvarpsþættinum Harmageddon á X977. Þar sagði hann meðal annars að karlar væru líffræðilega betur til þess fallnir að tromma ákveðna tegund tónlistar vegna þreks og aflsmuna.

Í kjölfarið birtu 236 trommarar, þar af aðeins fjórar konur, yfirlýsingu þar sem kom fram að trommuleikur væri alls ekkert karllægur. Atli Fannar bendir á innslaginu að þó kynjahlutfallið sé vissulega kaldhæðnislegt, þá sé það einmitt kjarni málsins.

En að hlæja að þessu er eins og að vera fimm ára að horfa á Simpsons — maður skilur ekki tilvísunina í Terminator 2 en hei: Homer er að kyrkja Bart!

Þá bendir hann á að karlar séu í yfirgnæfandi meirihluta í stjórnum íslenskra fyrirtækja og stýri 91 prósent af peningunum á Íslandi, að aðeins tvær konur séu í hópi 11 hæstaréttardómara og að fyrst núna séum við að nálgast jafnt kynjahlutfall á Alþingi — rúmlega þúsund árum eftir að það var sett.

„En. Þetta frjálsa samfélag er líka að skila af sér körlum sem geta ekki lesið sér til gagns, mennta sig ekki, fá síður forræði yfir börnunum sínum og eru því miður grátlega líklegir til að ákveða að eina leiðin út sé að svipta sig lífi,“ segir Atli Fannar.

Horfðu á innslagið hér fyrir neðan

Auglýsing

læk

Instagram