Megan Rapinoe og Alex Morgan ræddu við Jimmy Kimmel um sigurinn á HM

Knattspyrnustjörnurnar Alex Morgan og Megan Rapinoe sem spiluðu stórt hlutverk í sigri Bandaríska landsliðsins í fótbolta á HM í sumar voru mættar til Jimmy Kimmel í gærkvöldi og ræddu sigurinn á mótinu. Sjáðu myndbandið hér að neðan.

Sjá einnig: Megan Rapinoe segir Trump til syndanna

Þær ræddu meðal annars hvers vegna bandaríska liðið sé eins gott og raun ber vitni, baráttu þeirra fyrir jöfnum launum og sniðgöngu þeirra í heimsókn í Hvíta Húsið til Trump.