today-is-a-good-day

Egils Orka er fyrsti íslenski orkudrykkurinn sem fer út í geim – Sjáðu myndbandið

Flaska af orkudrykknum Egils Orka var send út í geim í síðustu viku. Þetta var hluti af nýrri kynningarherferð fyrir nýjar umbúðir orkudrykksins. Orka varð því fyrsti íslenski orkudrykkurinn til þess að gerast geimfari.

Myndband af ferðalagi orkudrykksins má sjá hér að neðan en Orkan var send upp í geim fimmtudaginn 18. júlí og var sýnt frá því í beinni á Facebook síðu Egils Orku.

Flaskan fór 32.176 metra upp í himinhvolfið áður en helíumblaðran sprakk og þá féll hún hægt til jarðar í fallhlíf. Hún var send upp á akri á milli Hellu og Hvolsvallar og lenti svo á túni við Selfoss fjórum tímum síðar.

„Það fór mikil skipulagning í þetta verkefni þar sem allt þurfti að ganga upp svo flaskan myndi ekki enda út í sjó. Við þurftum að reikna út nákvæmlega hversu hátt hún færi miðað við þyngd og veður. Isavia passaði uppá það að engin flugumferð væri yfir landinu á meðan Orkan var á flugi. Til gamans má geta að flugvélar fljúga í um 10.000 metra hæð svo orkan fór vel yfir þrefalda hæð flugvéla,“ segir Jóhannes Páll Sigurðarson, vörumerkjastjóri Orku.

„Við settum í gang skemmtilegan leik þar sem við báðum fólk um að giska á það hversu hátt orkan færi. Alls bárust 347 ágiskanir um hæð Orkunnar og voru ótrúlega margir nálagt því að giska á rétta hæð. Einn sérfræðingur komst næst þessari tölu en hann giskaði á 32.150 metra og fékk hann í verðlaun ársbyrgir af Orku,“ bætir hann við.

Sjáðu myndbandið

Auglýsing

læk

Instagram