Fyrsta lagið með Karó er komið með 80 þúsund spilanir á Spotify: „Það er geggjað, sko“

Söngkonan Karó sendi frá sér lagið Silhouette í sumar. Lagið er komið með rúmlega 83 þúsund spilanir á Spotify. Kristín Péturs, útsendari Nútímans, hitti Karó á Skólavörðustígnum í dag og spjallaði við hana um tónlistina og væntanlega tónleika á Sónar Reykjavík.

Sjá einnig: Hvað gera Reykjavíkurdætur á Sónar Reykjavík? Ráðleggja fólki að vera með skæting

Sónar Reykjavík hófst í dag og Karó kemur fram á hátíðinni á laugardaginn. Horfðu á viðtalið við Karó hér fyrir ofan.

Karó vann söngkeppni framhaldsskólanna í fyrra fyrir MR en hún flutti lagið Go Slow með Haim. Nýtt lag er væntanlegt á morgun og hún hyggst frumflytja nýtt efni á Sónar Reykjavík.

Auglýsing

læk

Instagram